fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Kristjáni heitt í hamsi en Mikael líkir stuðningsmönnum Blika við stuðningsmenn Liverpool

433
Mánudaginn 25. júlí 2022 14:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru heitar umræður í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin um leik FH og Breiðabliks sem fram fór í Bestu deildinni í gær. Davíð Ingvarsson fékk að líta beint rautt spjald strax á 9. mínútu í leiknum.

Dómurinn var ansi umdeildur og eru margir á því að þetta hafi aðeins átt að vera gult spjald. Þar á meðal er sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson.

„Hahahahah. Crossfit strákurinn hætti við að gefa Gumma seinna gula því hann tekur svo mikið í réttstöðu og hnébeygju,“ skrifaði Kristján Óli á Twitter. Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, hefur áður keppt í Crossfit.

Ríkharð Óskar stjórnandi Þungavigtarinnar spurði Kristján hvort Blikar hefðu ekki farið fram úr sér á Twitter yfir leiknum.

„Nei nei, maður má alveg láta gamminn geisa þegar svona kjaftæði er í gangi. Það var fjóri dómarinn sem tók þessa gölnu ákvörðun, línuvörðurinn flaggaði innkast,“ sagði Kristján Óli í Þungavigtinni.

Kristján fór ekki fögrum orðum um Sigurð Hjört dómara. „Sigurður Hjörtur hann dæmdi þennan leik hræðilega eftir rauða spjaldið, var skíthræddur og hann spjaldaði fyrir allt og ekkert. KSÍ þarf að setja standarinn og velja dómara sem einbeita sér að knattspyrnu, hann er einhver slakasti dómari sem ég hef séð í efstu deild. Hann er slakur í handboltanum líka,“ sagði Kristján um Sigurð.

Mikael Nikulásson hinn sérfræðingur þáttarins hefur þetta að segja um stuðningsmenn Blika. „Þetta eru Liverpool stuðningsmenn, það eru nokkrir Blikar þannig líka. Það er alltaf dómaranum að kenna þegar þeir tapa stigum, þetta getur alveg verið rautt spjald. Dómarinn slakur í þessum leik en það bitnaði ekkert meira á Blikum en FH-ingum. Þetta var líka svona eftir jafntefli í Eyjum, þá kenndu þeir dómaranum um og þegar töpuðu gegn Val. Það er oft erfitt að vera á toppnum en þeir eru með gott lið,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“