Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, hefur sagt upp starfi sínu og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok mánaðarins. Um helgina gekk Heiðar frá sölu á hlut sínum í fyrirtækinu, upp á 12,72%.
Þetta kemur fram á Vísir.is.
Sýn rekur fjarskiptafélagið Vodafone og fjölmiðlana Vísir.is, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri útvarpsstöðvar.
Heiðar var ráðinn forstjóri Sýnar árið 2019. Gegndi hann áður formennsku í stjórn félagsins.