fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

KA staðfestir komu varnarmanns frá Slóveníu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir endasprettinn í Bestu deildinni í sumar en Gaber Dobrovoljc hefur skrifað undir samning við félagið út núverandi tímabil. Gaber er 29 ára gamall miðvörður sem kemur frá Slóveníu en hann kemur frá liði NK Domžale í Slóveníu.

„Það var ljóst að KA liðið þurfti á nýjum leikmanni að halda eftir að lánssamningur við Oleksiy Bykov rann út og erum við afar spennt fyrir því að fá Gaber til liðs við okkur,“ segir á vef KA

Gaber kemur úr unglingastarfi NK Domžale og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan eitt ár með Fatih Karagümrük í Tyrklandi. Með Domžale varð Gaber slóvenskur bikarmeistari árið 2017 og lék auk þess 25 evrópuleiki með liðinu. Á sínum tíma lék Gaber 27 leiki fyrir yngrilandslið Slóveníu sem og tvo leiki fyrir B-landslið.

„Við bjóðum Gaber innilega velkominn í KA og hlökkum til að sjá hann í gulu og bláu treyjunni. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í sumar en KA liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir 14 leiki og er þar að auki komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem strákarnir taka á móti Ægi þann 10. ágúst næstkomandi,“ segir á vef KA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina
433Sport
Í gær

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“
433Sport
Í gær

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma