fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Rússar senda hersveitir frá Kyrrahafseyjum til Úkraínu – Gæti verið snjall leikur hjá Pútín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 07:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússa bráðvantar hermenn til að berjast í Úkraínu en þeir hafa orðið fyrir miklu mannfalli þar og hafa ekki náð þeim hernaðarlegu markmiðum sem þeir settu sér fyrir innrásina. Engar rússneskar hersveitir sleppa því við að leggja sitt af mörkum og senda hermenn til Úkraínu. Einkennismerki fallinna hermanna sýna að þeim var flogið um 8.000 km frá Kyrrahafinu til Donbas til að enda sem fallbyssufóður þar. Sérfræðingur segir að á bak við þetta geti legið snjöll hugsun hjá Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

Sókn Rússa í Donbas virðist hafa verið stöðvuð og samkvæmt upplýsingum frá breska varnarmálaráðuneytinu hefur dregið mjög úr stórskotaliðsárásum Rússa við víglínuna í Donbas.

Úkraínumenn hafa að undanförnu gert fjölda árása á birgðaflutninga Rússa, vopnageymslur og eldsneytisgeymslur og þannig gert þeim erfitt fyrir við að sjá hernum fyrir nauðsynjum.

En það skortir líka hermenn til að berjast í fremstu víglínu og því eru þeir sóttir langt að. Einkennismerki rússneskra hermanna, sem féllu við Siversk, sýna að þeir tilheyrðu 18. vélbyssu- og stórskotaliðsdeild hersins (MGAD) en sú herdeild er staðsett á Kúrileyjum í Asíu. Þetta eru eyjur norðan við Japan, um 8.000 km frá Úkraínu. Forbes skýrir frá þessu.

Yfirráð yfir eyjunum hafa verið deiluefni Rússa og Japan síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Á síðustu dögum stríðsins hertóku Sovétmenn eyjurnar en Japanar hafa aldrei gefið þær upp á bátinn og gera tilkall til þeirra. Sú syðsta þeirra er aðeins 10 km frá japönsku eyjunni Hokkaido. Rússar hafa hins vegar ekki í huga að láta þær af hendi og enn hafa þjóðirnar ekki samið formlega um frið.

Frá því á áttunda áratugnum hafa Sovétmenn, og nú Rússar, verið með skriðdreka og önnur þungavopn á eyjunum. Á síðustu árum hafa Rússar bætt við herafla sinn á eyjunum til að styrkja stöðu sína í Kyrrahafi. En nú eru þeir farnir að senda hermenn þaðan til að berjast í Úkraínu.

Jótlandspósturinn hefur Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að það hafi verið vitað frá upphafi stríðsins að Rússar noti hermenn frá fjarlægum svæðum til að berjast í Úkraínu. Það að þeir sendi nú hermenn frá Asíu til Úkraínu sýni að þeir neyðist til að draga úr vörnum pólitískt viðkvæmra svæða til að reyna að halda hinni „sérstöku hernaðaraðgerð“ gangandi.

Á upptöku, sem hefur verið birt á YouTube, segir hermaður frá Kúrileyjum, sem Úkraínumenn handsömuðu, að hersveit hans hafi verið send til Úkraínu í júní. Hermennirnir hafi verið fluttir flugleiðis og hafi ferðalagið tekið fimm daga. Þeir hafi fengið launahækkun, upp á sem svarar til um 8.000 íslenskra króna á dag, fyrir að fara til Úkraínu. Eftir mikil vandræði við birgðaflutninga og annað hafi hersveitin verið send í fremstu víglínu við Siversk. Þar hafi hann og 15 aðrir gefist upp fyrir Úkraínumönnum eftir fimm daga þunga stórskotaliðshríð.

Nielsens sagði að þróunin væri að fleiri, frá fátækum héruðum í útjaðri Rússlands, gegni herþjónustu en frá öðrum héruðum. Þegar tölur yfir mannfall í Úkraínu séu skoðaðar endurspegli þær ekki hlutfallslega mannfjölda héraða landsins. Ljóst sé að það sé ekki vestanvert Rússland sem verði fyrir mesta mannfallinu, það séu svæði á útjöðrum landsins, sérstaklega í Asíu og Kákasus. „Það er því hægt að velta fyrir sér hvort að baki þessu liggi sú snjalla hugsun hjá Vladímír Pútín að forðast mannfall frá þeim svæðum sem eru hið pólitíska valdasvæði í Rússlandi,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta geti hugsanlega verið skýringin á af hverju hafi ekki verið gripið til almennrar herkvaðningar í Rússlandi. Pútín sé hræddur við afleiðingarnar sem gætu fylgt því að fjölskyldur í Moskvu og St. Pétursborg verði að senda syni sína í stríð. Það sé ásættanlegra fyrir pólitísku og efnahagslegu valdasúlurnar, sem tryggja Pútín völdin, að það séu mæður í VladivostokGrosnjil eða öðrum stöðum, frekar en í evrópsku hlutum landsins, sem fá syni sína heim í líkkistum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“