fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

„Skrímslahermenn“ úr úkraínskum rannsóknarstofum og fleiri ótrúlegar staðhæfingar Rússa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 06:02

Úkraínskir hermenn við víglínuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarstofur í Úkraínu þar sem tilraunir hafa verið gerðar á hermönnum og þeim breytt í skrímsli. Allt með stuðningi Bandaríkjamanna. Þetta er svo ótrúlegt að þetta gæti verið söguþráðurinn í nýrri kvikmynd um Max Otto von Stierlitz, sem er rússneska útgáfan af James Bond. En þetta er ekki tekið úr kvikmynd, þetta eru ásakanir sem háttsettir rússneskir stjórnmálamenn hafa sett fram.

Konstantin Kosachev og Irina Yarovayav, sem eru varaformenn þingdeilda rússneska þingsins, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau sögðu að úkraínskum hermönnum hafi verið breytt í „hræðileg skrímsli“ í leynilegum tilraunum í rannsóknarstofum í Úkraínu. Rannsóknarstofum sem hafi verið starfræktar með stuðningi Bandaríkjanna.

„Það hafa verið gerðar tilraunir á úkraínsku landsvæði með mjög hættulega sjúkdóma sem er hægt að nota í hernaðarlegum tilgangi við ákveðnar kringumstæður,“ sagði Kosachev að sögn TV2.

Yarovayav tók undir orð hans, án þess að leggja fram nokkrar sannanir, um að úkraínsk yfirvöld noti kerfisbundið efnavopn gegn úkraínsku þjóðinni. „Þau efni, sem eru enn gefin til að gera út af við síðustu leifar mannlegrar meðvitundar og breyta þeim í hræðileg og banvæn skrímsli, staðfesta þetta,“ sagði hún

Rússnesk stjórnvöld hafa einnig sakað nágranna sína í Úkraínu um að hafa reynt að dreifa banvænum sjúkdómum á þeim svæðum sem eru á valdi Rússa. Niðurstaða þriggja mánaða langrar rannsóknar á vegum rússneska þingsins var að Úkraínumenn hefðu meðal annars reynt að koma berklasmiti fyrir á peningaseðlum og dreifa þeim síðan í Lukhansk og Donetsk sem hafa lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu. Einnig eru Úkraínumenn sagðir hafa reynt að búa til gas sem geti valdið kolbrandi. En Rússar hafa ekki lagt fram neinar sannanir fyrir þessum fullyrðingum sínum.

Yarovaya er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að setja fram samsæriskenningar án þess að leggja fram nokkrar sannanir fyrir þeim. Hún hefur til dæmis haldið því fram að Úkraína og Bandaríkin standi á bak við heimsfaraldur kórónuveirunnar og fjölda annarra sjúkdóma. Hún sagði að í tilraunaglösum í bandarískum rannsóknarstofum í Úkraínu eigi að leita að fugla- og svínainflúensu, kórónuveirunni og apabólu.

 .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump