fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Hvernig munu stjörnurnar taka í breytingarnar? – Enginn sími og verða sendir heim

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christophe Galtier var í sumar ráðinn stjóri Paris Saint-Germain en hann tekur við keflinu af Mauricio Pochettino.

Galtier hefur náð frábærum árangri sem stjóri í Frakklandi en hann var í fjögur ár hjá Lille og tók síðar við Nice í eitt ár.

Það eru margar stórstjörnur á mála hjá PSG og má nefna Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe.

Það er eitthvað sem Galtier pælir lítið í en hann er með ýmsar reglur sem hann heimtar að leikmenn fari eftir og heimtar á sama tíma virðingu.

Samkvæmt Record þá þurfa leikmenn að mæta til leiks á æfingu frá 8:30 til 8:45 og ef einhver er jafnvel mínútu of seinn þá er hann sendur heim.

Að sakma skapi þá mun enginn leikmaður fá leyfi til að nota farsíma á æfingasvæðinu og gildir það einnig þegar leikmenn borða morgunmat og hádegismat.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjörnurnar í París taka á móti Galtier sem er alls ekkert lamb að leika sér við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London
433Sport
Í gær

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Í gær

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann