fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Ástandið aldrei verið verra í Vesturbænum: ,,Það lang slakasta sem ég hef séð“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 21:00

Rúnar Kristinsson þjálfari KR og stórblaðamaðurinn Ágúst Borgþór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur Þungavigtarinnar, ræddi gengi KR í þætti hlaðvarpsins sem birtist á fimmtudag.

Það er óhætt að segja að gengi KR sé áhyggjuefni í Bestu deild karla en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig eftir 13 leiki.

KR er með -3 í markatölu og gerði 1-1 jafntefli við Fram í síðustu umferð þar sem frammistaðan var ekki merkileg.

Kristján segist ekki muna eftir verra KR liði og er ljóst að eitthvað þarf að breytast í Vesturbænum.

,,Þeir eru ömurlegir og þetta KR lið, maður fer að hugsa fram og til baka, maður man eftir þeim slökum 2001 þar sem þeir voru í fallbaráttu fram eftir móti og svo 2006 gátu þeir ekki neitt heldur. Þetta er lang slakasta lið sem ég man eftir í Vesturbænum,“ sagði Kristján.

,,Þeir voru stálheppnir að fá eitt stig úr þessum leik, markið sem þeir skoruðu var kolólöglegt og Framarar voru bara brjálaðir að fara ekki heim með þrjú stig eins og flest lið sem fara vestur í bæ gera þessa dagana.“

,,Þeir fá falla færi í þessum leik. Maður hélt kannski, þeir fá þarna færi í byrjun seinni hálfleiks að það myndi kveikja einhverja elda þarna en það gerðist ekki neitt.“

,,Þeir eru búnir að vinna einn heimaleik gegn Keflavík og voru stálheppnir.“

Hér má heyra þáttinn í heild sinni þar sem Kristján fer nánar yfir málin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði