fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Margir ánægðir en Kristján alls ekki sammála: Ömurleg niðurstaða en stemning á RÚV

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 09:00

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþætti Þungavigtarinnar, var harðorður í garð íslenska kvennalandsliðsins í þætti sem birtist á fimmtudag.

Íslenska liðið er úr leik á EM eftir þrjú jafntefli í þremur leikjum en við náðum ekki að vinna leik gegn Belgum, Ítölum né Frökkum. Um leið varð Ísland það fyrsta í sögu EM kvenna til að detta úr leik án þesss að tapa leik.

Margir hafa hrósað frammistöðu landsliðsins á mótinu en Kristján segir að niðurstaðan sé ekkert nema döpur og í raun hræðileg.

Kristján nefnir að Belgar hafi komist upp úr þessum riðli en Belgía er með slakara lið en Ísland en tókst samt sem áður að komast í undanúrslit.

,,Af hverju? Af því við fórum ekki áfram og gátum ekkert í fyrstu tveimur leikjunum, ekki neitt. Við erum með fæstar sendingar á samherja í öllu mótinu,“ sagði Kristján í þættinum um af hverju niðurstaðan væri slæm.

,,Ég skil ekki alveg þetta hype að þetta hafi verið svo frábært og æðislegt og fullt af fólki sem hefur aldrei horft á fótboltaleik var á lyklaborðinu eins og það ætti bara engan morgundag eftir til að geta sagt eitt eða neitt um þessa frammistöðu. Þetta var bara dapurt mót í heildina, þjálfarinn fékk samning í fjögur ár í viðbót, þriðja júní var skrifað undir hann. Til hvers í andskotanum var verið að skrifa undir fjögurra ára samning við landsliðsþjálfara þegar hann er á leiðinni á stórmót og svo kemur hann heim með núll sigra gegn tveimur slökum liðum.“

,,Þriðja hver sending fór á mótherja. Svo voru bara allir að klappa, fólkið á RÚV það var bara stemning og ovation, ég veit ekki hvað og hvað og það verður væntanlega gert EM ævintýri, 18 þátta sería á RÚV í desember ef ég þekki mitt fólk rétt. Þetta var ömurleg niðurstaða. Belgar geta ekki neitt og fóru upp úr þessum riðli.“

Hér má heyra þáttinn í heild sinni þar sem Kristján fer nánar yfir málin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London
433Sport
Í gær

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Í gær

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann