fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Fylgjast vel með mataræðinu eftir að Lukaku fitnaði í London

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 13:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku framherji Inter er byrjaður aftur í aðhaldi hjá félaginu sem virkaði vel síðast. Lukaku er á láni frá Chelsea.

Chelsea keypti Lukaku fyrir ári síðan frá Inter fyrir 97,5 milljónir punda. Hann fann ekki taktinn í London og vildi halda aftur til Inter.

Þessi 29 ára framherji var í sínu besta formi hjá Inter áður en hann fór en í London bætti framherjinn á sig nokkrum kílóum.

Þjálfarateymi Inter er að hjálpa Lukaku að losa sig við þau. Inter lætur Lukaku fara eftir ströngu mataræði og þá þarf hann að æfa meira en aðrir.

Lukaku var 101 kíló þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Inter og ítalska félagið vill koma honum aftur í sömu þyngd.

Lukaku skoraði 64 mörk í 95 leikjum fyrir Inter áður en hann var seldur til Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum