fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Áfram heldur Barcelona að selja framtíðar tekjur sínar til að bjarga núverandi rekstri

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 15:00

Joan Laporta. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur selt 15 prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins til fjárfestingarsjóðs í Bandaríkjunum.

Sixth Street keypti á dögunum tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Barcelona til næstu 25 ára. Nú hefur félagið bætt við sig 15 prósentum til viðbótar og á því 25 prósent af sjónvarpstekjum Barcelona næstu 25 árin.

Með þessu er Barcelona að reyna að bjarga fjárhagi sínum á þessu ári en félagið er skuldum vafið.

Barcelona segir að fjárfesting Sixth Street tryggi félaginu 267 milljónir evra til notkunar á þessu tímabili.

Barcelona hefur keypt Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir 91 milljón punda í sumar. Þá komu Andreas Christensen og Franck Kessié frítt.

Barcelona er svo að reyna að kaupa Jules Kounde frá Sevilla og þá vill félagið fá César Azpilicueta og Marcos Alonso frá Chelsea og einnig Bernardo Silva frá Manchester City.

Skuldir Barcelona eru hins vegar meira en milljarður evra en félagið skuldar sem dæmi Frenkie de Jong 18 milljónir punda í laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi

Uppljóstrar um skilaboð sem hann fékk frá Klopp um síðustu helgi
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið