fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Ten Hag ítrekar skoðun sína á Ronaldo – Segir nauðsynlegt að kaupa sóknarmann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 10:30

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur ítrekað það að Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu í sumar en þessi 37 ára framherji vill burt.

Ronaldo hefur ekki mætt til æfinga í sumar og er talað um persónulegar ástæður sem enginn veit þó um hvað snúast. Eina sem er vitað er að Ronaldo nennir ekki að vera hjá United.

„Það er sama staða og í síðustu viku,“ sagði Ten Hag sem hefur ítrekað að Ronaldo sé ekki til sölu.

„Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hérna, þeir eru að gera mjög vel og eru í góðu formi. Ég get ekki beðið eftir því að fá Ronaldo inn og þá komum við honum í gang.“

Ten Hag er þó harður á því að United vanti að kaupa sóknarmann í hvelli. „Ég tel að það sé lykilatriði til að ná árangri, tímabilið er langt,“ sagði Ten Hag.

„Okkur vantar meira í sóknina en það er tími til þess að bæta við hópinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Í gær

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins