fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Fjölskyldan hætti að láta sjá sig á vellinum – ,,Þetta var mjög erfitt“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Billy Gilmour hefur tjáð sig um erfiðan vetur er hann lék með Norwich City í efstu deild Englands. Tímabilið var erfitt í heildina fyrir Norwich sem féll úr efstu deild.

Það var búist við miklu af Gilmour sem kom til Norwich á láni frá Chelsea en náði ekki að sýna sitt rétta andlit síðasta vetur.

Stuðningsmenn Norwich voru duglegir að láta Gilmour heyra það í leikjum liðsins sem varð til þess að fjölskylda leikmannsins hætti að láta sjá sig á leikjum.

Gilmour er aðeins 21 árs gamall og lék alls 24 leiki fyrir Norwich í deildinni. Hann á einnig að baki 15 landsleiki fyrir Skotland.

,,Þetta var mjög erfitt. Þetta var líka erfitt fyrir fjölskylduna. Þegar fjölskyldan er í stúkunni og þau heyra áreitið frá stuðningsmönnunum, það er aldrei ánægjulegt. Það var ekki gaman að heyra,“ sagði Gilmour.

,,Þau hættu að mæta á leikina sem var ekki góð upplifun. Þau voru ekki að mæta á leiki helgarinnar og horfðu heima í staðinn. Þetta er skoðun stuðningsmannana. Þeir borga til að koma og horfa á leikina en það sem gerðist var ekki ánægjulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Vardy á skotskónum í sigri – Ipswich sótti stig

England: Vardy á skotskónum í sigri – Ipswich sótti stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

,,Besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom“

,,Besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun
433Sport
Í gær

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal