fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Dularfullir atburðir í úkraínsku kjarnorkuveri – Rússnesku hermennirnir hlupu um viti sínu fjær af skelfingu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 06:04

Zaporizjzja kjarnorkuverið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn hafa verið drepnir og aðrir hafa særst í „óútskýrðum atvikum“ í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu í Úkraínu en Rússar eru með það á sínu valdi.

Rússar hafa geymt vopn, þar á meðal flugskeyti, í kjarnorkuverinu. Dmytro Orlov, bæjarstjóri í Enerhodar þar sem kjarnorkuverið er, sagði að hermennirnir hafi „verið svo hræddir að þeir hafi hlaupið um skelfingu lostnir“.

Ekki er vitað hvað gerðist en upplýsingar hafa borist um að ótilgreindur fjöldi hermanna hafi látist og enn aðrir hafi særst og verið lagðir inn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Daily Mail skýrir frá þessu.

Petro Kotin, forstjóri Energoatom  sem er kjarnorkumálastofnun Úkraínu, varaði við því á föstudaginn að staðan í kjarnorkuverinu væri „spennuþrungin“ en um 500 rússneskir hermenn eru staðsettir þar.  Hann sagði að hernámsliðið hefði komið vopnum og tækjabúnaði fyrir í kjarnorkuverinu, þar á meðal flugskeytakerfi sem þeir notuðu til árása á skotmörk við Dnipro og Nikopol.

Daily Mail segir að samkvæmt því sem Orlov hafi sagt hafi níu hermenn verið fluttir á sjúkrahús, mismikið særðir. Einn hafi verið mjög alvarlega særður og hafi verið lagður inn á gjörgæsludeild. „Einhverjir dóu en við getum ekki sagt til um nákvæman fjölda á þessari stundu,“ sagði hann.

„Þeir voru svo hræddir að þeir hlupu um svæði kjarnorkuversins skelfingu lostnir og komu lengi vel í veg fyrir að vaktaskipti starfsmanna gætu farið fram,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun