fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

„Stolt af sjálfri mér og liðinu öllu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 22:43

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Frakka í lokaleik sínum á Evrópumótinu í kvöld. Um var að ræða síðasta leik í riðlakeppni og er Ísland úr leik.

,,Þetta var náttúrulega spennuþrungið og maður hélt í vonina alveg þangað til flautað var til leiksloka. En svona fór þetta bara,“ segir Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, eftir leik.

Sandra stóð sig afar vel á mótinu en hún var að spila sína fyrstu leiki á EM þrátt fyrir að hafa farið á öll fjögur stórmót Íslands hingað til. ,,Ég er ánægð með að vera á þessum stað og ánægð með mína eigin frammistöðu en svekkt með að hafa ekki komist áfram. Er hins vegar stolt af sjálfri mér sem og liðinu öllu.“

Nokkrar breytingar voru gerðar á varnarlínu Íslands fyrir leikinn gegn Frökkum en Sandra telur það ekki hafa komið að sök.

,,Þær stóðu sig vel líkt og mér fannst þær gera í öllu mótinu. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn mjög vel í kvöld, við gáfum ekki mörg færi á okkur á móti mjög góðri framlínu franska liðsins,“ segir Sandra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes