fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Gunnhildur Yrsa: „Steini tók þessa ákvörðun og ég virði hana“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 22:36

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Frakka í lokaleik sínum á Evrópumótinu í kvöld. Um var að ræða síðasta leik í riðlakeppni og er Ísland úr leik. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var sátt með frammistöðu íslenska liðsins en, eins og eðlilegt er, svekkt með að detta út.

„Þetta er bara drulluerfitt. Við gáfum allt í þetta mót og mér fannst liðið geggjað. Óheppni finnst mér, töpum ekki en förum ekki áfram, gerum jafntefli við Frakka, en svona er fótboltinn og við verðum bara að tapa þessu. Nú er bara enn meiri mótivering að komast til Ástralíu. Það er það góða við þennan hóp. Hugarfarið er rétt í þessum hópi,“ segir Gunnhildur og vísar þar í HM, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

„Við gáfum allt í alla þrjá leikina. Þetta féll ekki með okkur í þessu móti en þetta er bara skref upp á við. Þetta er erfitt núna og maður mun seint gleyma þessu.“

Gunnhildur byrjaði á bekknum í dag eftir að hafa byrjað fyrstu tvo leikina á mótinu. „Maður vill aldrei byrja á bekknum, maður vill alltaf spila. En Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) tók þessa ákvörðun og ég virði hana. Stelpurnar stóðu sig vel svo það er ekkert út á hann að setja eða leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee