fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Þrír skotnir til bana í verslunarmiðstöð í Indiana – Almennur borgari skaut árásarmanninn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 07:09

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær gekk vopnaður maður inn á veitingasvæðið í verslunarmiðstöð í Greenwood í Indiana í Bandaríkjunum og byrjaði að skjóta á fólk með riffli. Hann skaut þrjá til bana og særði tvo til viðbótar áður en 22 ára karlmaður, sem var vopnaður, skaut hann til bana.

Jim Ison, lögreglustjóri, sagði við fjölmiðla að maðurinn væri hetja dagsins. „Hin sanna hetja dagsins er almenni borgarinn, sem var á veitingasvæðinu og var með löglegt vopn, sem gat stöðvað árásarmanninn næstum því um leið og hann byrjaði að skjóta,“ sagði Ison.

Ison sagði að árásarmaðurinn hafi verið einn og hafi verið með riffil og mikið magn skotfæra.

Samtökin Gun Violence Archive segja að það sem af er ári hafi rúmlega 300 fjöldaskotárásir verið gerðar í Bandaríkjunum. Samtökin flokka fjöldaskotárásir sem árásir þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni