fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Þú færð líklega COVID-19 aftur og aftur – Segir það okkur sjálfum að kenna að þetta gerist núna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 05:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar á þriðja ár er liðið síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út hafa líklega flestir smitast einu sinni og sumir oftar. Veiran hefur þróast og virðist vera orðin enn betri í að smitast hratt og komast fram hjá vörnum líkamans.

Í umfjöllun CBC um málið kemur fram að ljóst sé að það sé eðlilegt að fólk smitist oftar en einu sinni af veirunni. Það þýði um leið að hugmyndir um að smit tryggi ónæmi gegn veirunni séu foknar út í veður og vind.

Miðillinn bendir á að vísindamenn segi að fyrir heilbrigða fullorðna einstaklinga, þar á meðal þá sem hafa náð sér í auka vernd með bólusetningu, þá eigi veikindi af völdum COVID-19 að verða auðveldari viðureignar eftir því sem fólk smitast oftar. Ónæmiskerfið læri af fyrri smitum og sé því betur í stakk búið til að takast á við smit.

Dr Allison McGeer, prófessor í smitsjúkdómalækningu við University of Toronto, sagði að líklega sé fyrsta smitið það versta. Eftir því sem smitum fjölgi, fái fólk betri vörn.

Hún sagði einnig að kórónuveiran hegði sér í sjálfu sér ekki öðruvísi en þær veirur sem hafa herjað á okkur áður. Það séum við sem höfum hegðað okkur öðruvísi og gefið henni færi á að smita okkur aftur og aftur, nú þegar vel á þriðja ár er liðið frá upphafi heimsfaraldursins. Þetta höfum við gert með því að halda okkur heima og stunda félagsforðun.

Hún sagði að þetta hefði gerst mun fyrr ef við hefðum ekki stundað félagsforðun og haldið okkur heima mánuðum og árum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd