fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Horfði á hvern einasta leik með Arsenal og fær nú tækifæri

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 21:50

Saliba í baráttunni við Kylian Mbappe í vetur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William Saliba, leikmaður Arsenal, segist hafa horft á hvern einasta leik liðsins á síðustu leiktíð er hann lék með Marseille.

Það hefur alltaf verið vilji Saliba að spila með Arsenal en hann stóð sig mjög vel á láni í Frakklandi í vetur og vakti töluverða athygli.

Nú er útlit fyrir að hann fái loksins tækifæri á Emirates og kemur vel undirbúinn til leiks.

,,Þegar ég var þarna á láni þá horfði ég á hvern einasta Arsenal leik,“ sagði Saliba í samtali við heimasíðu Arsenal.

,,Ég horfði á alla leikina til að sjá hvernig þeir myndu spila svo þegar ég kæmi aftur þá væri auðveldara fyrir mig að spila með leikmönnum sem ég hafði ekki kynnst.“

,,Það er mikilvægt að vera með stuðningsmennina á þínu bandi og það er eitthvað sem ég er mjög hrifinn af. Ég get ekki beðið eftir því að gefa til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard
433Sport
Í gær

Allt bendir til þess að United verði án lykilmanns í stórleikjunum

Allt bendir til þess að United verði án lykilmanns í stórleikjunum