fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Var dauðhrædd þegar pabbi hennar átti að fara til Rússlands – Óttaðist ísbirni á götunum

433
Sunnudaginn 17. júlí 2022 16:30

Terry og Lampard Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry, fyrrum leikmaður Chelsea, gat farið til Rússlands árið 2018 er hann yfirgaf lið Aston Villa á Englandi.

Það er umboðsmaðurinn Marco Trabucchi sem greinir frá þessu en Terry lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir eitt tímabil hjá Villa.

Fyrir það lék Terry með Chelsea í tæplega 20 ár og spilaði 492 deildarleiki fyrir félagið.

Fjölskylda Terry hafði ekki áhuga á að flytja til Rússlands en Spartak Moskva þar í landi vildi fá hann í sínar raðir.

Það var dóttir Terry sem gerði mest úr þessari hugmynd en hún varð dauðhrædd þegar hún heyrði að pabbi sinn gæti verið á leið til Rússlands.

,,Skólastjórinn hringdi í John. Hann sagði að dóttir hans væri rúllandi á gólfinu, öskrandi að pabbi hennar væri á leið til Rússlands,“ sagði Trabucchi um það sem átti sér stað á þessum tíma.

,,Hún var að öskra að það væru ísbirnir á götunum í Rússlandi og að hann myndi aldrei snúa aftur heim.“

Terry fór meira að segja í læknisskoðun hjá rússnenska félaginu en ákvað að lokum að segja þetta gott í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“