fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Pabbi hans sagður brjálaður og óútreiknanlegur – Handtekinn eftir brjálæðiskast á bílastæðinu

433
Sunnudaginn 17. júlí 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham United ku vera að reyna við framherjann Gianluca Scamacca sem spilar með Sassuolo á Ítalíu.

Scamacca hefur vakið verðskuldaða athygli með Sassuolo en hann er einnig orðaður við Paris Saint-Germain.

David Moyes, stjóri West Ham, hefur þó töluverðar áhyggjur af fjölskyldulífi leikmannsins eftir frétt sem vakti mikla athygli í fyrra.

Faðir Scamacca komst þá í öll blöð Ítalíu en hann var handtekinn fyrir að skemma margar bifreiðir leikmanna AS Roma.

Samkvæmt fréttinni þá réðst Emiliano Scamacca á allt að fimm bíla og strunsaði svo reiður inn á æfingasvæði ítalska liðsins. Hann var handtekinn skömmu síðar.

Faðirinn var alls ekki með réttu viti er hann tók reiðiskastið en hann vildi hefna sín á hvernig Roma kom fram við son sinn á sínum tíma.

Framherjinn var á mála hjá Roma frá 2012 til 2015 en fékk aldrei tækifæri.

Moyes gæti hætt við að semja við Scamacca ef faðirinn verður til frekari vandræða en það verður að koma í ljós á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Í gær

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Í gær

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi