fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Er stærsta nafnið í deildinni en er langt frá því að vera launahæstur

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júlí 2022 12:00

Bale

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale er líklega stærsta nafnið í bandarísku MLS-deildinni en hann er ekki á meðal tíu launahæstu leikmanna deildarinnar.

Það er staðreynd sem vekur heldur betur athygli en Bale kom til Bandaríkjanna í sumar frá Real Madrid.

Samningur Bale við Real var runninn út en hann þénaði 350 þúsund pund á viku á Spáni sem er gríðarlega há upphæð.

Bale tók hins vegar á sig gríðarlega launalækkun með skrefinu til Bandaríkjanna og þénar nú 1,3 milljónir punda á ári.

Lucas Zelarayan er síðasta nafnið á topp tíu listanum yfir launahæstu leikmenn MLS-deildarinnar en hann spilar með Columbus Crew og fær 3,3 milljónir í árslaun.

Það eru mun hærri laun en Bale fær hjá LAFC og er welski landsliðsmaðurinn þá langt frá toppnum.

Lorenzo Insigne er launahæsti leikmaður deildarinnar og fær 10,5 milljónir á ári hjá Toronto FC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“