fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Þetta er næsti andstæðingur Breiðabliks í Evrópu

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 21:12

Sigurður býst við að lið á borð við Breiðablik muni aðeins færast lengra frá lakari liðum deildarinnar. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er komið áfram í undankeppni Sambandsdeildarinnar eftir öruggan sigur á Santa Coloma frá Andorra.

Breiðablik vann fyrri leikinn 1-0 í Andorra og var því í góðri stöðu fyrir seinni viðureignina á heimavelli.

Blikar unnu sannfærandi 4-1 í kvöld en það voru gestirnir sem komust yfir á 30. mínútu með marki frá Joel Paredes.

Ísak Snær Þorvaldsson náði að jafna metin fyrir Blika undir lok fyrri hálfleiks og staðan jöfn í leikhléi.

Tiago Portuga fékk svo að líta rautt spjald hjá Santa Coloma snemma í seinni hálfleik og var vítaspyrna dæmd. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr henni og kom Blikum yfir.

Andri Rafn Yeoman og Kristin Steindórsson bættu svo við mörkum fyrir Breiðablik fyrir lok leiks og fer liðið áfram sannfærandi.

Það er komið á hreint hvaða liði Blikar mæta í næstu umferð en það er lið Buducnost frá Svartfjallalandi.

Buducnost vann lið KF Llapi frá Kosovó í sömu umferð samanlagt 4-2 en seinni leikurinn fór fram í kvöld og endaði 2-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn