fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Gylfi Þór sást í fyrsta sinn opinberlega í eitt ár í dag

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 17:58

Gylfi Þór Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mætti á landsleik Íslands og Ítalíu á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag á Manchester City Academy leikvanginum. Þetta er í fyrsta skipti í tæpt ár sem Gylfi sést opinberlega eða frá því hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Það var vefsíðan fotbolti.net sem greindi fyrst frá.

Gylfi er nú laus gegn tryggingu en framvinda í máli hans mun skýrast á næstu dögum. Gylfi sat með systur sinnu á leiknum en hún er móðir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, landsliðskonu Íslands.

Gylfi Þór er nú án félags en samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út um síðustu mánaðarmót. Gylfi er 32 ára gamall en hann hefur verið í atvinnumennsku í fótbolta í 17 ár.

Hann lék ekkert með Everton á síðustu leiktíð eftir að lögreglan í Manchester hóf rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Málið hefur verið til skoðunnar í tæpt ár en búist er við fréttum í miðjan júlí. Skömmu eftir handtökuna var Gylfi látinn laus gegn tryggingu og hefur verið laus síðan þá. Ekki er ljóst hvaða tíðindi koma þann 16 júlí en þrír kosir eru í stöðunni.

Þeir eru að málið verði látið falla niður og Gylfi verði þá frjáls maður, að rannsókn haldi áfram og að Gylfi verði þá áfram laus gegn tryggingu eða að hann geti orðið ákærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt