fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Vopnasendingar til Úkraínu frá Vesturlöndum geta komið í bakið á þeim sjálfum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 08:00

Úkraínskur hermaður með vestrænt vopn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vesturlönd hafa sent Úkraínumönnum gríðarlegt magn af vopnum. Allt frá skammbyssum og rifflum til flugskeyta. En þessar vopnasendingar geta komið í bakið á Vesturlöndum síðar.

Úkraínumenn nota vopnin í stríðinu gegn Rússum en margir hafa áhyggjur af því að þessar vopnasendingar getið komið í bakið á Vesturlöndum og öðrum síðar. Ástæðan er að þegar stríðinu lýkur verður allt fljótandi í vopnum í Úkraínu og mörg þeirra munu enda á svartamarkaðnum og þar með í höndum glæpamanna og hryðjuverkamanna.

„Það verður næstum útilokað að koma í veg fyrir vopnasmygl. Við sluppum ekki við það eftir borgarastyrjöldina í fyrrum Júgóslavíu og við munum ekki sleppa við það í Úkraínu,“ sagði Jana Cernochova, varnarmálaráðherra Tékklands, nýlega. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Enginn hefur yfirsýn yfir hvaða vopn og hvaða magn hefur verið sent til Úkraínu en vitað er að mikið hefur verið sent af þróuðum og öflugum vopnum sem úkraínski herinn hefur mikla þörf fyrir. Auk þess hefur mikið af skammbyssum, rifflum, skotfærum og handsprengjum verið sent til landsins auk vopna sem er hægt að beita gegn skriðdrekum.

Sérfræðingar og embættismenn hjá ESB og bandarískir embættismenn telja mikla hættu á að eitthvað af þessum vopnum endi í röngum höndum.

Jürgen Stock, yfirmaður Alþjóðalögreglunnar Interpol, var einn sá fyrsti til að benda á þetta. Á fréttamannafundi í júní sagði hann að þegar stríðinu lýkur í Úkraínu muni ólögleg vopn byrja að streyma út úr landinu. Það sé þekkt frá fyrri stríðsátökum og nú þegar séu glæpamenn farnir að beina sjónum sínum að vopnunum í Úkraínu. „Við megum eiga von á straumi vopna til Evrópu og áfram til annarra heimsálfa,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi