Holland 3 – 2 Portúgal
1-0 Damaris Egurrola(‘7)
2-0 Stephanie van der Gragt(’16)
2-1 Carole Costa(víti, 38’)
2-2 Diana Silva(’47)
3-2 Danielle van de Donk(’62)
Seinni leikur dagsins í lokakeppni EM kvenna var mjög fjörugur í kvöld er Holland og Portúgal áttust við.
Bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu umferðinni og þurftu á þremur stigum að halda í kvöld.
Það voru þær hollensku sem höfðu betur en fimm mörk voru skoruð og fengu bæði lið sín færi.
Danielle van de Donk skoraði sigurmark hollenska liðsins sem er nú með fjögur stig í riðlakeppninni.
Holland er á toppnum með fjögur stig með betri markatölu en Svíþjóð sem er með sama stigafjölda.