fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

„Þetta er enn í okkar höndum, það er sú staða sem við viljum vera í“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 15:27

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn annan leik á Evrópumótinu á morgun þegar það mætir því ítalska í riðlakeppninni.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belga í fyrsta leik riðilsins á meðan Ítalir fengu 5-1 skell gegn Frökkum.

Það er ljóst að leikur morgundagsins er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið. Vinni Ísland ekki er ljóst að liðið þarf að treysta á úrslit gegn Frökkum, einu besta landsliði heims, í lokaumferð riðlakeppninnar.

„Við leggjum áherslu á það eftir þennan fyrsta leik að þetta er enn í okkar höndum. Þetta snýst um okkar frammistöðu. Það er sú staða sem við viljum vera í,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi nú fyrir stuttu.

„Hópurinn er vel undirbúinn og í góðum gír. Það er mikil tilhlökkun innan hópsins að spila þennan leik á morgun,“ bætti hann við.

Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska liðsins, tók í svipaðan streng.

„Við erum ótrúlega tilbúnar og hlökkum til að mæta þeim. Við erum búnar að undirbúa okkur vel og ef eitthvað er er spennstigið betra, maður er búinn að taka mesta skrekkinn út í fyrsta leiknum og verðum klárar frá fyrstu mínútu,“ sagði Dagný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans