fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Koma sér í vandræði með því að borga honum næstum 50 milljónir á viku

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling er við það að ganga í raðir Chelsea frá Manchester City. Hann hefur verið hjá síðarnefnda félaginu síðan 2015.

Samkvæmt frétt The Athletic mun Sterling þéna um 300 þúsund pund á viku hjá Chelsea. Það gera tæpar 50 milljónir íslenskra króna.

Þessi himinnháu laun gætu hins vegar flækt samningsviðræður Chelsea við aðra lykilmenn hjá félaginu.

Bakvörðurinn Reece James er til að mynd með um 60 þúsund pund á viku og vill launahækkun. Samningur hans rennur þó ekki út fyrr en eftir þrjú ár.

Miðjumaðurinn Mason Mount er þá með um 90 þúsund pund og á tvö ár eftir af samningi sínum.

Sterling kvaddi liðsfélaga, stuðningsmenn og aðra tengda City með bréfi fyrr í dag.

„Sjö tímabil, ellefu stórir titlar, endalaust af góðum minningum,“ skrifar Sterling.

„Til þjálafaranna sem hafa átt svo stóran þátt í að hjálpa mér að þróa minn leik áfram, til liðsfélaga minna sem hafa orðið mun meira en bara einhverjir sem ég deili velli með, til starfsfólksins á bakvið tjöldin, á skrifstofunni, til stuðningsmannanna sem hafa stuttu liðið linnulaust áfram og til allra sem koma að Manchester City, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir ykkur.“

„Ég kom til Man City sem 20 ára gamall strákur og ég fer sem karlmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona fagnaði Harry Kane þegar hann loksins vann titil

Svona fagnaði Harry Kane þegar hann loksins vann titil
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Unnustan og tengdapabbinn létu hann lána sér 400 milljónir sem hann fær aldrei aftur

Unnustan og tengdapabbinn létu hann lána sér 400 milljónir sem hann fær aldrei aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn

Besta deildin: Patrick með sjálfsmark er FH fór illa með Valsmenn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hættur og er að taka við brasilíska landsliðinu

Hættur og er að taka við brasilíska landsliðinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Chelsea lagði Liverpool

England: Chelsea lagði Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

PSG hvíldi tíu leikmenn en Arsenal notaði bestu mennina

PSG hvíldi tíu leikmenn en Arsenal notaði bestu mennina