Raheem Sterling er við það að ganga í raðir Chelsea frá Manchester City. Hann hefur verið hjá síðarnefnda félaginu síðan 2015.
Samkvæmt frétt The Athletic mun Sterling þéna um 300 þúsund pund á viku hjá Chelsea. Það gera tæpar 50 milljónir íslenskra króna.
Þessi himinnháu laun gætu hins vegar flækt samningsviðræður Chelsea við aðra lykilmenn hjá félaginu.
Bakvörðurinn Reece James er til að mynd með um 60 þúsund pund á viku og vill launahækkun. Samningur hans rennur þó ekki út fyrr en eftir þrjú ár.
Miðjumaðurinn Mason Mount er þá með um 90 þúsund pund og á tvö ár eftir af samningi sínum.
Sterling kvaddi liðsfélaga, stuðningsmenn og aðra tengda City með bréfi fyrr í dag.
„Sjö tímabil, ellefu stórir titlar, endalaust af góðum minningum,“ skrifar Sterling.
„Til þjálafaranna sem hafa átt svo stóran þátt í að hjálpa mér að þróa minn leik áfram, til liðsfélaga minna sem hafa orðið mun meira en bara einhverjir sem ég deili velli með, til starfsfólksins á bakvið tjöldin, á skrifstofunni, til stuðningsmannanna sem hafa stuttu liðið linnulaust áfram og til allra sem koma að Manchester City, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir ykkur.“
„Ég kom til Man City sem 20 ára gamall strákur og ég fer sem karlmaður.“