Samkvæmt fréttum frá Spáni er Eden Hazard frjálst að yfirgefa Real Madrid í sumar.
Það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Hazard síðan hann kom til Real Madrid frá Chelsea fyrir tæpar 90 milljónir punda árið 2019.
Hazard hefur til að mynda oft verið gagnrýndur fyrir það að halda sér ekki í líkamlegu formi.
Belginn hefur aðeins spilað 66 leiki á þremur árum hjá Real Madrid. Í þeim hefur hann skorað sex mörk og lítið lagt til málana er liðið hefur sigrað La Liga tvisvar sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er nú tilbúinn að leyfa Hazard að fara.
Hazard er í samkeppni við menn eins og Vinicius Junior, Rodrygo og Marco Asensio um stöðurnar á vængjunum hjá Real Madrid.