fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Rooney staðfestur sem nýr þjálfari D.C. United – ,,Hefur þegar sannað sig“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska MLS liðsins DC United. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þetta er í annað skipti sem Rooney gengur til liðs við félagið en hann var leikmaður þess á árinu 2018-2019. Hann spilaði 48 leiki fyrir félagið á sínum tíma, skoraði 23 mörk og gaf 15 stoðsendingar.

Rooney var síðast knattspyrnustjóri Derby County, hann hætti störfum þar fyrir fáeinum vikum síðan.

,,Rooney er knattspyrnugoðsögn og einn mest spennandi þjálfari í íþróttinni þessa stundina. Hann hefur þegar sannað sig á stuttum stjóraferli sínum og hefur einnig tekist á við mótlæti með liði sínu,“ segir í tilkynningu DC United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met