fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Gummi Tóta á leið í félag sem leikur í Evrópukeppni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 16:00

Guðmundur Þórarinsson í leik með íslenska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Þórarinsson er á leið í læknisskoðun hjá liði sem leikur í einni af tíu bestu deildum Evrópu og er í Evrópukeppni. Þetta kemur fram í Þungavigtinni.

Guðmundur yfirgaf herbúðir New York City um áramótin, eftir að hafa orðið MLS-meistari með félaginu.

Í kjölfarið fór hann til Álaborgar í Danmörku en gerði aðeins stuttan samning. Hann er nú samningslaus.

Guðmundur á að baki tólf leiki fyrir íslenska A-landsliðið.

„Þetta á að gerast áður en vikan klárast, ef þetta smellur. Ég er líklega á leið í erfiða læknisskoðun,“ segir Guðmundur um næsta skref.

Hann segir liðið sem hann er á leið til spennandi. „Fótboltalega er þetta mjög spennandi, þetta er Evrópukeppni, fín deild, utan Skandinavíu,“ segir Guðmundur Þórarinsson við Þungavigtina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met