fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Mættur til leiks – Konan ósátt en hann þénar hátt í 140 milljónir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney stýrði æfingu DC United í Washington í gær. Hann er að taka við sem aðalþjálfari liðsins.

Rooney hætti sem stjóri Derby á dögunum. Félagið er í miklum fjárhagserfiðleikum.

DC er í vandræðum í Austurhluta MLS-deildarinnar og er í næstneðsta sæti. Hernan Losada var rekinn sem stjóri liðsins í apríl og tók Chad Ashton þá við til bráðabirgða.

Rooney er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United, þar sem hann er algjör goðsögn.

Fjölskylda Rooney hefur engan áhuga á að flytja með honum til Bandaríkjanna. Þau bjuggu þar með Rooney er hann var leikmaður DC frá 2018 til 2020 og leið ekki vel. Var Coleen, eiginkona Wayne, til að mynda með mikla heimþrá.

Heimildamaður breska götublaðsins The Sun segir að Coleen hafi tjáð Wayne að hún muni ekki fara með honum til Bandaríkjanna. Hún vilji þó ekki koma í veg fyrir að hann taki að sér starfið hjá DC United.

Þá segir þessi sami heimildamaður að börn Wayne geti ekki hugsað sér að fara aftur í skóla í Bandaríkjunum. Þau verði því eftir á Englandi hjá móður sinni, taki Wayne starfinu hjá DC.

Rooney mun þéna um milljón Bandaríkjadala á ári í Washington.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu