fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Siggi Raggi sýnir frá stemningunni í klefanum og opinberar markmiðin

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 10:07

Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur vel hjá Keflavík í Bestu deild karla um þessar mundir.

Liðið vann 0-3 sigur á Val í gær og er komið upp í efri hluta deildarinnar, nánar til tekið í sjötta sæti.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, birti færslu á Facebook í morgun. Þar sýndi hann frá stemningunni í klefa liðsins eftir leik.

„Það var stemning í klefanum eftir leikinn í gær. Skemmtilegt að sjá öfluga liðsheild mótast og leikmenn að skrifa sína eigin sögu saman,“ skrifar Sigurður.

„Markmið Keflavíkur í sumar er topp 6. Sigurinn á Val í gær var stærsti útisigur Keflavíkur á Val í Bestu deildinni síðan 1973. Hvort sem að markmiðið næst eða ekki þá munum við leggja okkur alla fram við að ná því.“

Hann hvetur stuðningsmenn til að fjölmenna á næsta leik og styðja liðið. „Ég vona að stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenni á HS Orkuvöllinn gegn Breiðablik í næsta leik og taki þessa stemningu með sér og taki þannig þátt í þessu ævintýri með okkur,“ skrifar Sigurður í færslunni við myndbandið sem sjá má hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met