fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Skilur ekki af hverju hann er enn án félags

Victor Pálsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alessandro Del Piero, fyrrum leikmaður Juventus, er mjög hissa yfir því að Paulo Dybala sé enn án félags.

Dybala hefur yfirgefið lið Juventus eftir að hafa orðið samningslaus en er enn ekki kominn með nýtt heimili.

Það var ávallt vilji Dybala að spila áfram á Ítalíu en hann er nú opinn fyrir því að fara til annað hvort Spánar eða Englands.

Del Piero skilur ekki af hverju eitthvað lið sé ekki búið að semja við argentínska landsliðsmanninn sem býr yfir miklum hæfileikum.

,,Það verður skrítið að sjá hann í annarri treyju. Þetta er leikmaður sem er með gæði sem sameina miðjumann og sóknarmann fullkomlega,“ sagði Del Piero.

,,Hann er límið og það hentar að hafa þannig mann í sókninni. Ég er mjög hissa að hann sé ekki búinn að finna sér lið ennþá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær