fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Stefnir í að hann fái ósk sína uppfyllta eftir allt saman

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 10:30

Raphinha (Mynd / Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist æ líklegra að Raphinha, kantmaður Leeds, endi hjá Barcelona í sumar.

Nokkrir erlendir miðlar segja frá því að Barcelona og Leeds hafi náð saman um kaup fyrrnefnda félagsins á leikmanninum.

Bæði Goal og The Athletic segja til að mynda frá því að Barcelona borgi Leeds 60 milljónir punda fyrir þjónustu leikmannsins.

Raphinha hefur verið einn allra besti leikmaður Leeds frá því hann kom til félagsins frá Rennes sumarið 2020.

Brasilíumaðurinn hefur verið mikið í fréttum í sumar. Fyrir nokkrum vikum var Arsenal talinn hans líklegasti áfangastaður. Skömmu síðar var sagt frá því að hann væri svo gott sem genginn til liðs við Chelsea.

Barcelona hefur hins vegar alltaf verið fyrsti kostur leikmannsins, sem virðist nú ætla að fá ósk sína uppfyllta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Færa tvo leiki í Bestu deildinni

Færa tvo leiki í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir

Brottför Mainoo vel möguleg miðað við nýjustu fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Í gær

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Í gær

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir