fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Ten Hag þvertekur fyrir orðrómana – „Hvernig gerum við Cristiano glaðan?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu, þrátt fyrir orðróma síðustu daga.

Ronaldo er sagður óánægður hjá Man Utd og vilja burt. Portúgalinn vill spila í Meistaradeild Evrópu og hefur til að mynda verið orðaður við Chelsea, Bayern Munchen og Napoli.

Ronaldo er ekki með Man Utd í æfingaferð sem liðið er nú í. Að sögn ten Hag er það þó ekki vegna þess að hann er á förum.

„Cristiano Ronaldo er ekki til sölu. Hann er í okkar áætlunum. Hann er ekki með okkur núna af persónulegum ástæðum. Við skipuleggjum næsta tímabil með hann í huga, það er staðan,“ segir ten Hag.

„Hvernig gerum við Cristiano glaðan? Ég veit það ekki en ég hlakka til að vinna með honum,“ bætir Hollendingurinn við.

Ronaldo átti sjálfur fínasta tímabil með Man Utd eftir endurkomuna til félagsins í fyrra. Liðið var hins vegar lélegt og náði, sem fyrr segir, ekki Meistaradeildarsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti

Þetta verða árslaun Trent hjá Real Madrid – Ofan á þetta bætist svo slatti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Saka á sér draum

Saka á sér draum
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
433Sport
Í gær

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar