fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Segir fráleitt að breyta skotvopnalögum bara út af fólki sem á við „alvarleg geðræn vandamál að stríða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 14:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Gunnarsson, skotvopnaeigandi og veiðimaður, telur að endurskoðun skotvopnalaga sé ekki endilega farsælasta leiðin til að koma í veg fyrir skotárásir hér á landi. Frekar ætti að bæta aðgang að sálfræðingum og geðlæknum.

Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar á Vísir.is í dag undir yfirskriftinni „Skotvopnalögin og endurskoðun.“

Gunnar byrjar á að benda á að Katrín Jakobsdóttir tali um nauðsynlega endurskoðun laganna vegna þeirra skotvopnaárása sem hafa verið hér á landi síðustu ár.

„Yfirskin breytinga á lögum eingöngu til breytinga þjónar engum tilgangi og hvað þá að breyta lögunum vegna atburða sem tengjast gjörðum mikið andlega veikra einstaklinga og vegna einhvers sem gerist á erlendri grundu, allt einstaklingar sem áttu við alvarleg geðræn vandamál að stríða,“ segir hann.

Gunnar segist fagna endurskoðun á skotvopnalögum „en að hafa sem ástæðu að skoðunin sé vegna gjörða tveggja (síðastliðið ár) geðveilla einstaklinga og skotárása í öðrum löndum er fásinna. Nær væri og mikilvægara væri að laga aðgang þessara einstaklinga að sálfræðingum og geðlæknum, setja meiri fjármuni í geðheilbrigði í landinu,“ segir hann og mælir með grein sem Grímur Atlason, framkvæmdarstjóri Geðhjálpar skrifar á Vísir.is í gær:  „Orsakir í stað afleiðinga – hættum að vera hrædd“

„Að þrengja skotvopnalögin vegna einangraðra atburða og þekkingarleysis sem hugsanlega mun leiða til þess að einstaklingar neyðast til að gefa frá sér t.d. erfða grip er ekki af hinu góða og í minnsta lagi sagt vanhugsað. Er í raun álíka gáfulegt og að banna rafbíla á íslandi út af því að það kveiknaði í nokkrum í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Gunnar.

Greinina hans í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda