fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Man Utd hefur samband við umboðsmann atvinnulausa mannsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 09:00

Paulo Dybala.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paulo Dybala er nú orðaður við úrvalsdeildarlið Manchester United.

Samningur Argentínumannsins við Juventus rann út um mánaðarmótin og erum honum því frjálst að ganga til liðs við félag að eigin vali.

Dybala hafði verið sterklega orðaður við Inter en líkurnar á að hann fari þangað hafa minnkað eftir komu Romelu Lukaku til félagsins á láni frá Chelsea.

Því hafa félög í ensku úrvalsdeildinni nú áhuga á honum, Arsenal og Tottenham hafa til að mynda verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir áfangastaðir.

Nú er Man Utd þá sagt hafa mikinn áhuga á leikmanninum. Fótboltablaðamaðurinn Gianluca Di Marzio segir frá því að United hafi haft samband við fulltrúa leikmannsins.

Dybala var á mála hjá Juventus í sjö ár. Hann skoraði 115 mörk á árum sínum hjá félaginu.

Á síðustu leiktíð skoraði Dybala fimmtán mörk í öllu keppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun