fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Kristall um rauða spjaldið: Vissi ekki að ég væri að gera eitthvað rangt

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 20:36

Kristall Máni Mynd/Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík hóf leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið spilaði við Malmö frá Svíþjóð ytra.

Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur en Malmö kemur svo til Íslands í heimsókn þann 12. júní næstkomandi.

Það varð allt vitlaust í þessum fyrri leik liðanna í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik eins og mikið hefur verið fjallað um.

Malmö tók forystuna á 16. mínútu fyrri hálfleiks er Martin Olsson kom boltanum í netið.

Kristall Máni Ingason átti mjög góðan hálfleik fyrir Víkinga og tókst að jafna metin fyrir Víkinga á 38. mínútu en hann var þá á gulu spjaldi.

Kristall fékk að líta sitt annað gula spjald eftir að hafa skorað markið fyrir að ‘sussa’ á áhorfendur sem var alveg galin dómgæsla frá dómara kvöldsins.

Hann ræddi við Expressen í Svíþjóð eftir leikinn sem lauk með 3-2 sigri Malmö.

,,Annað gula spjaldið var bara heimskulegt. Ég vissi ekki að ég ég væri að gera eitthvað rangt. Þetta var heimskulegt en það er eins og það er,“ sagði Kristall við Expressen.

,,Ég vissi ekki að ég myndi fá spjald, ef svo er þá tek ég því. Tilfinningarnar tóku yfir og ég hefði ekki gert þetta vitandi það að ég fengi spjald.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney