fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hannes býst við hringingu eftir birtingu þáttarins: ,,Hann mun hóta mér hnefasamloku“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 12:00

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið sem er í umsjón Jóa Skúla.

Gestir þáttarins fá það verkefni að velja sitt draumalið skipað 11 leikmönnum sem þeir léku með á ferlinum en það er rætt um ýmsa aðra hluti.

Eiður Aron Sigurbjörnsson lék með Hannesi bæði hjá Sandnes Ulf í Noregi og í Val en hann kemst ekki í liðið sem vekur kannski töluverða athygli enda um mjög góðan varnarmann að ræða.

Hannes veit að Eiður verður ekki sáttur með það val en Grétar Sigfinnur Sigurðarson kemst í byrjunarliðið eftir að hafa leikið með markmanninum í Val.

Hannes talar mjög vel um Grétar sem var á sínum tíma tjáð að hann mætti yfirgefa KR en tók það hins vegar ekki í mál.

,,Sko, ég hefði eiginlega átt að spila þriggja manna vörn því það er maður sem mun núna strax eftir að hafa hlustað á þáttinn hafa samband við mig og hóta mér hnefasamloku og hann heitir Eiður Aron Sigurbjörnsson og er mögulega bestur af þessum hafsentum,“ sagði Hannes.

,,Hann er á varamannabekknum og fyrstur inn því það er endalaust hægt að tala um Grétar Sigfinn Sigurðarson sem er í liðinu. Ástæðan fyrir því að hann er í liðinu fram yfir Eið er að við urðum tvisvar sinnum Íslandsmeistarar saman.“

,,Eiður spilaði með mér í Sandnes og sá tími sem við spiluðum saman urðu ekki að glory times skilurðu og svo langaði mig svo mikið að tala um Grétar. Árið 2013, hann á skilið svo mikið respect fyrir það ár að það hálfa væri bara ekki nóg.“

,,Hann hélt áfram og áfram og var byrjaður að spila leiki í bakverði því það vantaði menn og þeir neyddust til að spila honum og eitthvað svona. Það er svo margt við þetta og ekki bara þetta, þetta er bara algjör triumph saga. Svo endar hann á því ég man ekki hvort það hafi verið mannekla eða eitthvað en hann kemur sér í liðið og endar á að spila alla leiki ef ég man rétt og var valinn leikmaður ársins.“

,,Hann er eins mikill KR-ingur og þú verður er að vera og hann vildi ekki fara úr KR, hann sætti sig ekki við það að það væri verið að senda hann í burtu. Hann kom sér í liðið, grændaði sig aftur inn, varð Íslandsmeistari og besti leikmaður liðsins. Það er bara geggjað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“