fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Rúnar Alex segir frá því hvar hann langar mest að spila – „Draumur sem ég hef átt í einhver ár“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. júlí 2022 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins, var gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl.

Í þættinum sagði Rúnar Alex meðal annars að hann dreymdi um að prófa að spila í Japan.

„Mig langar ógeðslega að prófa að spila í Japan og búa þar. Það er bara einhver draumur sem ég hef átt í einhver ár,“ sagði markvörðurinn.

„Ég á félaga sem spila í Japan og talar mjög vel um þetta. Mér finnst eitthvað við japanska menningu sem er rosa heillandi,“ bætti hann við.

Rúnar Alex lék á láni hjá Leuven í Belgíu á síðustu leiktíð. Nú snýr hann aftur til æfinga hjá Arsenal en framtíð hans er í óvissu.

„Það er ekki komið á hreint hvað gerist í sumar, hann er bara að fara til æfinga hjá Arsenal núna,“ sagði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Rúnars, í samtali við 433.is í vikunni.

Arsenal hefur gengið frá kaupum á Matt Turner en fyrir eru félagið með Aaron Ramsdale og Bernd Leno í sínum röðum. Búist er við að Leno fari í sumar og meiri líkur en minni eru á því að Rúnar fari frá Arsenal.

Rúnar er 27 ára gamall en hann hefur spilað fyrir Nordsjælland, Dijon, Arsenal og nú síðast Leuven á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota