fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Treyjunúmer Lukaku vekur mikla athygli – Er verið að stríða Chelsea?

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 10:00

Romelu Lukaku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Treyjunúmer Romelu Lukaku hjá Inter hefur vakið mikla athygli. Framherjinn mun spila í treyju númer 90 á Ítalíu.

Lukaku gekk aftur í raðir Inter á láni frá Chelsea á dögunum. Enska félagið eyddi hátt í 100 milljónum punda í leikmanninn síðasta sumar, hann kom einmitt frá Inter. Belginn stóð þó engan veginn undir væntingum á Brúnni og er allt annað en vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea.

Ítalska félagið mun borga 6,9 milljónir punda fyrir lánið til að byrja með. Við það geta svo bæst 3,5 milljónir punda, endurheimti Inter Ítalíumeistaratitilinn af grönnum sínum í AC Milan.

Treyjunúmer Lukaku hefur, sem fyrr segir vakið mikla athygli. Hann var númer níu síðast þegar hann var hjá félaginu. Nú ber Edin Dzeko það númer.

Margir sáu sér leik á borði á samfélagsmiðlum eftir að treyjunúmer Lukaku var tilkynnt og grínuðust með að treyjunúmerið segi til um hversu mörgum milljónum punda Chelsea tapaði með kaupunum á framherjanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Í gær

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“