fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Fjölmargir mótmæla nýjum styrktaraðila Everton – Stærsti samningurinn frá upphafi

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 20:30

(Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 20 þúsund manns hafa skrifað undir lista sem mótmælir nýjum stuðningsaðila Everton, Stake, sem mun sjást á treyjum félagsins næsta vetur.

Everton skrifaði undir samning við Stake í sumar en um er að ræða veðmálafyrirtæki sem er ástæðan fyrir því að margir eru ósáttir.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Everton fær gagnrýni fyrir val á styrktaraðila en félagið var áður í samstarfi við Chang sem er bjórframleiðandi frá Asíu. Chang sást á búningum Everton í heil 13 ár.

,,Þið eruð að selja sál klúbbsins,“ segir einn stuðningsmaður Everton en yfir 20 þúsund manns hafa mótmælt þessum samningi Stake og Everton.

Þetta er stærsti samningur sem Everton hefur gert frá upphafi og mun félagið þéna 370 milljónir punda yfir þrjú tímabil.

Veðmálafíkn er mikið vandamál á Englandi og á Bretlandsleyjum og er það augljós ástæða fyrir því að margir taka ekki vel í þennan samning.

Afar litlar líkur eru á því að þessi mótmæli muni skila árangri en einhverjir hafa nú þegar reynt að setja sig í samband við enska knattspyrnusambandið og breska ríkið vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“