fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári fór yfir „frábæran“ menntaskólaferil – „Ég var bara þarna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen fór yfir víðan völl í hlaðvarpsþættinum Fimleikafélagið á dögunum.

Þessi goðsögn í íslenskri knattspyrnu er nýtekin við sem þjálfari FH. Sigurvin Ólafsson verður honum til aðstoðar.

Á einum tímapunkti í viðtalinu barst talið að framhaldsskólagöngu Eiðs Smára. Eiður fór í Menntaskólann við Sund en dvölin varði ekki lengi.

„Minn menntaskólaferill er frábær,“ sagði Eiður léttur í bragði. Hann hélt áfram. „Ég endaði á að fara í MS. Ég var þar í svona sex vikur, vitandi að ég væri að fara að skrifa undir atvinnumannasamning í Hollandi. Ég lærði ekki mikið, ég var bara þarna,“ sagði Eiður. Hann skrifaði undir hjá PSV eftir stutta dvöl í framhaldsskóla.

Eiður sagði í viðtalinu að einbeiting hans þennan stutta tíma í framhaldsskóla hafi ekki farið á námið sjálft. „Þetta var meira bara til að vera ekki heima sofandi eða hafa ekkert að gera. Ég lagði meiri áhuga í frímínútur og hádegismat heldur en skólastofuna.“

Næsti leikur Eiðs Smára og hans lærisveina í FH er á mánudag gegn Stjörnunni í Bestu deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög