fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Rúnar Alex til æfinga hjá Arsenal í vikunni – Óvíst hvað gerist í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. júní 2022 12:30

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson mætir aftur til æfinga hjá Arsenal í vikunni eftir lándsvöl hjá OH Leuven í Belgíu. Óvíst er hvað gerist í sumar.

Rúnar gekk í raðir Arsenal fyrir tveimur árum og lék með liðinu í ensku úrvalsdeildinni auk þess að spila í Evrópudeildinni og deildarbikar.

Rúnar var lánaður til Belgíu síðasta sumar og átti góða spretti í efstu deild í Belgíu. „Það er ekki komið á hreint hvað gerist í sumar, hann er bara að fara til æfinga hjá Arsenal núna,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður Rúnars í samtali við 433.is.

Magnús segir að Rúnar muni ekki snúa aftur til Leuven í Belgíu en skoði aðra kosti sem gætu komið upp.

Arsenal hefur gengið frá kaupum á Matt Turner en fyrir eru félagið með Aaron Ramsdale og Bernd Leno í sínum röðum. Búist er við að Leno fari í sumar og meiri líkur en minni eru á því að Rúnar fari frá Arsenal.

Rúnar er 27 ára gamall en hann hefur spilað fyrir Nordsjælland, Dijon, Arsenal og nú síðast Leuven á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Í gær

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu

Emi Martinez sviptur hlutverki sínu
433Sport
Í gær

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög