fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Þrjár vítaspyrnur og tvö rauð á Akureyri – Ægir sló Fylki út

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 21:39

Björn Daníel © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram fimm leikir í Mjólkurbikar karla í dag og var nóg af mörkum og fjöri að þessu sinni.

Ægir kom á óvart og er á leið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á Fylki. Ágúst Karel Magnússon gerði eina mark leiksins fyrir Ægismenn.

FH var í miklu stuði gegn ÍR og skoraði sex mörk þar sem Björn Daníel Sverrisson komst tvívegis á blað.

Tveir leikmenn Fram fengu rautt spjald er liðið heimsótti KA þar sem Akureyringar fögnuðu 4-1 sigri.

Alls voru þrjár vítaspyrnur dæmdar í þessum leik og fengu þeir Hosine Bility og Tryggvi Snær Geirsson báðir rautt spjald hjá Fram.

KR rétt marði HK þá með einu marki gegn engu og Stefán Ingi Sigurðsson stal senunni fyrir HK sem vann Dalvík/Reyni 6-0 og gerði fernu.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan en það er Fótbolti.net sem sá um að halda yfir það sem átti sér stað í leikjum dagsins.

Ægir 1 – 0 Fylkir
1-0 Ágúst Karel Magnússon (’93)

FH 6 – 1 ÍR
1-0 Björn Daníel Sverrisson (‘6)
2-0 Guðmundur Kristjánsson (’16)
3-0 Björn Daníel Sverrisson (’48)
4-0 Baldur Logi Guðlaugsson (’49)
5-0 Steven Lennon (’69)
5-1 Már Viðarsson (’78, víti)
6-1 Máni Austmann Hilmarsson (’90)

KA 4 – 1 Fram
1-0 Nökkvi Þeyr Þórisson (‘4, víti)
2-0 Nökkvi Þeyr Þórisson (’40, víti)
2-1 Guðmundur Magnússon (’70, víti)
3-1 Nökkvi Þeyr Þórisson (’80)
4-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’87)

Njarðvík 0 – 1 KR
0-1 Hallur Hansson (’84)

HK 6 – 0 Dalvík/Reynir
1-0 Hassan Jalloh (’49 )
2-0 Örvar Eggertsson (’53 )
3-0 Stefán Ingi Sigurðarson (’71 )
4-0 Stefán Ingi Sigurðarson (’77 )
5-0 Stefán Ingi Sigurðarson (’84 , víti)
6-0 Stefán Ingi Sigurðarson (’89 )

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Í gær

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Í gær

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“