fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Færsla KR þar sem félagið kveður Sigurvin vekur athygli – „Kaldar kveðjur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 15:00

Sigurvin Ólafsson. Mynd: KV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR kvaddi í dag Sigurvin Ólafsson. Hann hafði verið aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins, auk þess að stýra KV í Lengjudeildinni.

Talið er að Sigurvin sé á leið í Kaplakrika þar sem hann mun starfa sem aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen hjá FH. Sá síðarnefndi var ráðinn aðalþjálfari Fimleikafélagsins í gær.

Það vakti athygli að í færslu KR þar sem félagið kvaddi Sigurvin stóð að hann hafi verið ráðgjafi meistaraflokks karla hjá félaginu. Fyrir rúmu ári síðan sagði hins vegar á heimasíðu KR að Sigurvin hafi verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari.

Netverjar hafa vakið athygli á þessu á Twitter í dag. Kristján Óli Sigurðsson, einn af meðlimum hlaðvarpsþáttarins Þungavigtarinnar, skrifar til að mynda: „Sá ráðgjafi. Kaldar kveðjur.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag