fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Nóg að frétta af félagaskiptamálum Arsenal – Menn inn og út

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. júní 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nóg að gera á skrifstofu Arsenal þessa dagana.

Félagið er að ganga frá kaupum á miðjumanninum Fabio Vieira frá Porto á 40 milljónir evra. Vieira er 22 ára gamall og kom að 20 mörkum í portúgölsku deildinni í fyrra. Fréttir af félagaskiptunum komu nokkuð óvænt fram í gær. Vieira hafði ekki verið orðaður við Arsenal.

Þá segir Fabrizio Romano frá því að kaup Arsenal á Vieira komi ekki í veg fyrir það að félagið muni halda áfram að reyna að krækja í Youri Tielemans frá Leicester.

Mynd/Getty

Arsenal er einnig að reyna að kaupa Gabriel Jesus frá Manchester City. Bláliðar vilja 50 milljónir punda fyrir framherjan en samkvæmt Evening Standard vonast Arsenal til að sá verðmiði muni aðeins lækka.

Leikmenn eru einnig orðaðir frá Arsenal. Nuno Tavares er sagður á óskalista Atalanta á Ítalíu. Vinstri bakvörðurinn kom til Arsenal frá Benfica í fyrra en átti oft á tíðum í vandræðum á sinni fyrstu leiktíð. Gianluca Di Marzio segir frá því að Atalanta vilji fá leikmanninn á láni með möguleika á að kaupa hann næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza