fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Alfreð opnar sig um erfitt tímabil – „Þetta hefur svolítið verið sagan“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 11:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason er á förum frá Augsburg þegar samningur hans rennur út. Alfreð hefur verið á mála hjá félaginu í sex ár. Hinn 33 ára gamli Alfreð hefur misst mikið úr síðustu tímabil og lék til að mynda aðeins tíu leiki í þýsku Bundesligunni á nýafstöðnu tímabili.

„Þetta var gríðarlega mikið svekkelsi, sérstaklega eftir síðasta tímabil sem var líklega erfiðasta tímabil sem ég hafi farið í gegnum. Ég held að vandamálið síðustu tvö árin sé frekar augljóst. Það eru meiðsli og ryþmi. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir ryþma. Ef þú ert ekki að æfa og spila viku eftir viku þá er ekki fræðilegur að þú getir verið að sýna þínar bestu hliðar,“ sagði Alfreð í þættinum Chess After Dark, spurður út í leiktíðina sem var að ljúka.

Alfreð segir síðustu tvö tímabil hafa verið mjög erfið. „Bæði tímabilin voru nokkuð lík, næ mjög góðu undirbúningstímabili í ár (fyrir síðustu leiktíð), spilaði hvern einasta leik. Og bara til að súmmera upp þetta tímabil er ég straujaður í fyrsta bikarleiknum á einhverju túni á móti einhverju fimmtu deildarliði í Norður-Þýskalandi. Þá var ég frá í þrjár, fjórar vikur, kem svo til baka og fer beint í önnur meiðsli. Þetta hefur verið svolítið verið sagan.“

Alfreð kom aftur inn í liðið fyrir áramót en meiddist svo aftur. „Svo næ ég ákveðnum highlights, kem inn á í bikarleik og gekk vel, byrjaði svo á móti Stuttgart í leik sem við unnum 4-1. Ég var búinn að bíða eftir svona leik ógeðslega lengi, byrja inn á, skora og vera mikilvægur aftur. En svo viku seinna fór ég beint í önnur meiðsli og missti af restinni af fyrri umferðinni. Í seinni umferðinni var ég mest heill, en það voru bara aðrir leikmenn búnir að standa sig vel og voru ofar í goggunarröðinni.“

„Heilt yfir er þetta mjög svekkjandi tímabil. Ég hafði miklu hærri markmið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“