fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Stærsta tap Englands frá 1928 – Sungið um Southgate eftir undarlega skiptingu

433
Þriðjudaginn 14. júní 2022 21:06

Gareth Southgate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England varð sér til skammar í Þjóðadeildinni í kvöld er liðið spilaði við Ungverjaland á heimavelli sínum, Wembley.

Englendingarnir hafa ekki spilað vel í A deild hingað til og fengu skell á móti Ungverjalandi í kvöld.

Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 útisigur en liðið átti alls fimm skot á markið og skoraði fjögur.

Þetta var versta tap Englands á heimavelli frá árinu 1928 og eru stuðningsmenn nú orðnir þreyttir á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara.

,,Þú veist ekkert hvað þú ert að gera,“ sungu stuðningsmenn Englands um Southgate í kvöld eftir furðulega skiptingu undir lok leiks.

Southgate ákvað á 85. mínútu leiksins að setja varnarmanninn Harry Maguire inná fyrir sóknarmanninn Bukayo Saka.

Sú skipting kom eftir rauða spjald John Stones á 82. mínútu en Ungverjar bættu við marki á 89. mínútu til að tryggja magnaðan sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum