fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Hjörvar telur að þetta hefði gjörbreytt stöðu karlalandsliðsins

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 14:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðson telur að íslenska karlalandsliðið væri komið langt með að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni ef miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson hefði verið með liðinu í þessum landsleikjaglugga.

Ísland er með þrjú stig í riðlinum eftir að hafa gert tvö jafntefli við Ísrael og eitt við Albaníu. Liðið er tveimur stigum á eftir Ísrael og þarf því að treysta á að þeir tapi gegn Albönum í haust og sömuleiðis að Ísland vinni sinn leik gegn Albönum ef sigur í riðlinum og sæti í umspili um sæti á EM 2024 á að nást.

„Ég held að við værum komnir langleiðina upp úr þessum riðli ef Gulli Victor væri með okkur. Ef við værum með þetta energy sem hann hafði í þessum landsleikjum undir Hamren þá værum við komnir áfram,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football.

GettyImages

Guðlaugur Victor hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið undanfarið þar sem hann notar landsleikjahlé til að hitta son sinn sem býr í öðru landi.

Hjörvar segir einnig að Birkir Bjarnason hafi ekki lengur það sem til þarf til að spila djúpur á miðjunni. „Birkir Bjarnason er ekkert sexa, þetta er ekkert staðan fyrir hann. Hann hefur ekki lappirnar í þetta lengur. Það vantar tilfinnanlega mann í þessa stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks
433Sport
Í gær

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar